Trúlofunarhringurinn frá Skálholti og heilagleiki hjónabandsins

Þriðjudaginn 30. nóvember mun dr. Agnes S. Arnórsdóttir lektor við sagnfræðideild Árósarháskóla flytja erindið "Trúlofunarhringurinn frá Skálholti og heilagleiki hjónabandsins" í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hringur úr uppgreftrinum í Skálholti
 
 
 
 
Við uppgröftinn í Skálholti árið 2003 fannst lítill hringur sem á er að finna handaband utan um hjarta. Agnes mun færa rök fyrir því að hér sé um trúlofunarhring að ræða, en slíkir hringar voru vinsælir um norðanverða Evrópu á 15. og 16 öld. Í fyrirlestrinum fjallar Agnes um táknræna merkingu slíkra hringa og áhrif kirkju á íslenska hjúskaparsiði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband