19.11.2010 | 13:08
Meistaraprófsfyrirlestur í fornleifafræði
Með hús í farangrinum
Þriðjudaginn 23. nóvember flytur Guðlaug Vilbogadóttir meistaranemi í fornleifafræði fyrirlestur um verkefni sitt sem hún nefnir Með hús í farangrinum. Fyrirlesturinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 222, og hefst hann kl. 16.
Útdráttur:
Í lokaverkefni sínu fjallar Guðlaug um hús á Íslandi sem hafa verið flutt fyrir miðja síðustu öld. Viðfangsefni hennar eru eingöngu hús sem nýtt hafa verið til íbúðar og voru byggð fyrir 1925 og flutt fyrir 1950. Hún hefur viðað að sér heimildum, bæði rituðum og í samtölum við fjölda fólks, og skrifað sögur meira en tvö hundruð húsa. Í fyrirlestrinum verður sagt frá heimildasöfnun við undirbúning verkefnisins, en engin skráning er til um þessi hús, hvorki hjá sveitarfélögum né Fasteignaskrá Íslands. Við úrvinnslu þessara upplýsinga verður lögð áhersla á að leita svara við því hvers vegna húsin voru flutt og hvernig að þessum flutningum var staðið, en það vekur furðu hversu lítið er til af rituðum heimildum um framkvæmd flutninganna sjálfra. Þó undirliggjandi orsök flestra ef ekki allra húsaflutninga á Íslandi sé viðarekla í einni eða annarri mynd má greina ákveðna áhrifaþætti öðrum fremur sem valdið hafa því að húseigendur fluttu hús sín í stað þess að byggja ný.
Þriðjudaginn 23. nóvember flytur Guðlaug Vilbogadóttir meistaranemi í fornleifafræði fyrirlestur um verkefni sitt sem hún nefnir Með hús í farangrinum. Fyrirlesturinn verður haldinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 222, og hefst hann kl. 16.
Útdráttur:
Í lokaverkefni sínu fjallar Guðlaug um hús á Íslandi sem hafa verið flutt fyrir miðja síðustu öld. Viðfangsefni hennar eru eingöngu hús sem nýtt hafa verið til íbúðar og voru byggð fyrir 1925 og flutt fyrir 1950. Hún hefur viðað að sér heimildum, bæði rituðum og í samtölum við fjölda fólks, og skrifað sögur meira en tvö hundruð húsa. Í fyrirlestrinum verður sagt frá heimildasöfnun við undirbúning verkefnisins, en engin skráning er til um þessi hús, hvorki hjá sveitarfélögum né Fasteignaskrá Íslands. Við úrvinnslu þessara upplýsinga verður lögð áhersla á að leita svara við því hvers vegna húsin voru flutt og hvernig að þessum flutningum var staðið, en það vekur furðu hversu lítið er til af rituðum heimildum um framkvæmd flutninganna sjálfra. Þó undirliggjandi orsök flestra ef ekki allra húsaflutninga á Íslandi sé viðarekla í einni eða annarri mynd má greina ákveðna áhrifaþætti öðrum fremur sem valdið hafa því að húseigendur fluttu hús sín í stað þess að byggja ný.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.