Fornleifarannsóknir síðustu ára og ný sýn á sögu Íslands

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Fornleifarannsóknir síðustu ára og ný sýn á sögu Íslands að þessu sinni í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Ath.: ekki Þjóðarbókhlöðu!
laugardaginn 6. nóvember 2010.

Tekið verður til meðferðar að hvaða leyti hinar umfangsmiklu fornleifarannsóknir sem unnar hafa verið hérlendis á síðustu árum varpa nýju ljósi á sögu landsins.

Málþingið hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.

Ávarp flytur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Um helstu viðfangsefni í fornleifarannsóknum á Íslandi á síðustu árum.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar.

Vitnisburður fornleifa um lífsbjörg Íslendinga á miðöldum.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands.

KAFFIHLÉ

Vaxandi eftirspurn eftir víkingakaupstöðum.
Jón Árni Friðjónsson, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari.

Byggingar og búsetuminjar frá landnámi til 18. aldar
í ljósi fornleifarannsókna síðustu ára.
Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra.

Fundarstjóri: Halldór Baldursson, læknir.

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi í veitingastofu Þjóðminjasafns
fyrir framan fyrirlestrasalinn á 1. hæð.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins: http://fraedi.is/18.oldin/

 

Allir velkomnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband