29.10.2010 | 16:41
Skriðuklaustur og Vestur-Evrópa á miðöldum
Þriðjudaginn 2. nóvember mun Steinunn Kristjánsdóttir dósent í fornleifafræði við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands flytja erindi um fornleifauppgröft sem hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal frá árinu 2002. Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal safnsins kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal frá árinu 2002. Lokið hefur verið við að grafa upp um 1300 fermetra af rústum klausturbyggingarinnar, ásamt kirkju og klausturgarði, frá áromitæplega 200 grafir og skrá um 13 þúsund gripi, en reiknað er með að uppgrefti á staðnum ljúki næsta haust. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu niðurstöðum uppgraftarins til þessa, um leið og saga Skriðuklausturs, sem og annarra klaustra á Íslandi, verður sett í vestur-evrópskt samhengi kaþólskrar kristni á miðöldum.
Hægt er að nálgast skýrslur og aðrar upplýsingar um rannsóknina á Skriðuklaustri á slóðinni http://notendur.hi.is/sjk/SKR.htm
Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal frá árinu 2002. Lokið hefur verið við að grafa upp um 1300 fermetra af rústum klausturbyggingarinnar, ásamt kirkju og klausturgarði, frá áromitæplega 200 grafir og skrá um 13 þúsund gripi, en reiknað er með að uppgrefti á staðnum ljúki næsta haust. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu niðurstöðum uppgraftarins til þessa, um leið og saga Skriðuklausturs, sem og annarra klaustra á Íslandi, verður sett í vestur-evrópskt samhengi kaþólskrar kristni á miðöldum.
Hægt er að nálgast skýrslur og aðrar upplýsingar um rannsóknina á Skriðuklaustri á slóðinni http://notendur.hi.is/sjk/SKR.htm
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.