21.10.2010 | 11:51
Annar spjallfundur FFÍ
Annað spjallkvöld félagsins verður haldið fimmtudaginn 4. nóvember n.k. Fundurinn verður með sama sniði og seinast en hann verður haldinn á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og byrjar kl. 20:00.
Að þessu sinni höfum við fengið Unni Magnúsdóttur til að spjalla um verkefni sem hún vann að núna í sumar hjá Fornleifavernd ríkisins. Verkefnið fólst í því að skrá alla fornleifauppgreftri sem farið hafa fram á undanförnum árum inn í kortagrunn. Við þessa vinnu hafði Unnur tækifæri til að sjá þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum í uppgraftarskýrslum, hvað hafi breyst til batnaðar og hvar enn megi gera betur. Eftir framsöguna gefst svo tækifæri til að spjalla almennt um uppgraftarskýrslur, útgáfu þeirra og miðlun. Einnig höfum við fengi Agnesi Stefánsdóttur deildarstjóra hjá Fornleifavernd ríkisins til að mæta og taka þátt í umræðum.
Vonum að sjá sem flesta,
Stjórnin.
Að þessu sinni höfum við fengið Unni Magnúsdóttur til að spjalla um verkefni sem hún vann að núna í sumar hjá Fornleifavernd ríkisins. Verkefnið fólst í því að skrá alla fornleifauppgreftri sem farið hafa fram á undanförnum árum inn í kortagrunn. Við þessa vinnu hafði Unnur tækifæri til að sjá þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum í uppgraftarskýrslum, hvað hafi breyst til batnaðar og hvar enn megi gera betur. Eftir framsöguna gefst svo tækifæri til að spjalla almennt um uppgraftarskýrslur, útgáfu þeirra og miðlun. Einnig höfum við fengi Agnesi Stefánsdóttur deildarstjóra hjá Fornleifavernd ríkisins til að mæta og taka þátt í umræðum.
Vonum að sjá sem flesta,
Stjórnin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.