21.10.2010 | 10:53
Fræðslufundur Minja og sögu
Uppgröftur á Skriðuklaustri: Fyrirlesari er Steinunn Kristjánsdóttir dósent
Næsti fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands, fimmtudaginn 21. október n.k. og hefst kl. 17.00.
Í fyrirlestrinum verður í stuttu máli dregin fram mynd af byggingum og starfsemi Skriðuklausturs miðað við fyrirliggjandi niðurstöður uppgraftar sem staðið hefur yfir á rústum þess síðan 2002. Síðan verður fjallað sérstaklega um átta tilfelli sullaveiki sem hafa fundist í gröfum á staðnum en öll eru þau að líkindum frá 16. öld. Farið yfir sögu sullaveikinnar sem herjaði á Íslendinga öldum saman og varð einn af mannskæðustu sjúkdómum hérlendis um langa hríð.
Að loknum fyrirlestri mun Steinunn svara fyrirspurnum.
Dr. Steinunn Kristjánsdóttir er dósent í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafn og Háskóla Íslands.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.