Fyrsti spjallfundur vetrarins


Kæru félagar,

Fimmtudaginn 7. október n.k. er höldum við fyrsta spjallfund FFÍ eftir sumarfrí. Fundurinn verður með sama sniði og verið hefur nema hvað tíma varðar. Fundurinn verður nú haldinn á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 kl. 20:00. Við vonum að þetta nýja fyrirkomulag mælist vel fyrir.

Umræðuefni þessa fundar verða stríðsminjar en í fréttum undanfarið hefur nokkrum sinnum verið sagt frá minjum frá hernámsárunum sem liggja undir skemmdum. Nú seinast var sagt frá því í fjölmiðlum að niðurrif væri hafið á stríðsminjum við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Sjá má hlekk á fréttina hér: http://www.visir.is/stridsminjar-rifnar-an-samrads-vid-minjavernd/article/2010793116367. Þessar minjar njóta allajafna ekki friðunar samkvæmt hinum almennu ákvæðum Þjóðminjalaga eða húsafriðunarlaga en eru eigi að síður mikilvæg heimild um merkan kafla í Íslandssögunni. Spurningar sem við ætlum að velta fyrir okkur á fundinum eru m.a: Hvað finnst okkur fornleifafræðingum um þessa þróun mála? Ættu stríðsminjar að njóta sérstakrar friðunar  í nýjum Menningarminjalögum? Hvað með aðrar minjar sem falla ekki undir hinar almennu friðunarreglur, t.d. síldarminjar?

Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir og fulltrúar frá Húsafriðunarnefnd munu mæta á fundinn.

Vonumst til að sjá sem flesta,


Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband