13.9.2010 | 14:39
Málþing um víkinga og víkingaímyndina
Eins og sannir víkingar...
Málþing um víkinga og víkingaímyndina.
Stund: Föstudagur 24. september 2010 kl. 13:00-17:00.
Staður: Askja, Náttúrufræðihús Háskóla Íslands, salur 132.
Víkingahugtakið hefur verið nokkuð til umræðu síðustu misseri, í ýmsu samhengi. Er hægt að skilgreina hugtakið víkingur og hver er mynd Íslendinga nú til dags af víkingum? Hefur sú ímynd breyst síðustu ár og áratugi eða er hún óljós? Er nálgun fræðimanna ólík þeirri mynd sem dregin er upp á sýningum eða innan ferðaþjónustunnar? Sjö fyrirlesarar fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhornum og kynna verkefni sem tengjast víkingum.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins: Söguþjóðin og víkingaímyndin.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus: Ísland: athvarf uppgjafarvíkinga.
Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við HÍ: Víkingar, ný ímynd og Evrópusambandið.
Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við HÍ: I am not an Eskimo. I am a Viking. Víkingar og íslensk sjálfsmynd á 20. öld.
Elisabeth Ward, forstöðumaður Víkingaheima í Reykjanesbæ: Making Vikings Work Sýningartexti og almenningsskilningur.
Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur: Öxi Gauks á Stöng: reynsla af Evrópuverkefninu Destination Viking Sagalands.
Ole J. Fursett framkvæmdastjóri Sør-Troms Museum: Childrens Viking Festival Trondenes - Learning by doing.
Að loknum framsögum verða umræður.
Að málþinginu standa Minjasafn Reykjavíkur í samvinnu við námsleið í hagnýtri menningarmiðlun á Hugvísindasviði HÍ og Samtök um sögutengda ferðaþjónustu.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.