30.8.2010 | 11:43
Vakin athygli á fyrirlestri:
Samskipti norrænna manna og og frumbyggja í Vesturheimi
Fyrirlestur á Landnámssýningunni 30. ágúst
Dr. William Fitzhugh heldur fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16, mánudaginn 30. ágúst kl. 17:00 Dr Fitzhugh er forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar um heimskautafræði við Smithsonian stofnunina í Wasington D.C Hann fæst fyrst og fremst við rannsóknir á frumbyggjum heimskautasvæðisins í austurhluta Kanada og hefur ritað fjölda bóka og greina um fræðasvið sitt.
Í Vínlands sögu eru frumbyggjar Norður-Ameríku, sem norrænir landkönnuðir hittu fyrir þúsund árum, nefndir skrælingjar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um menningu ýmissa hópa sem bjuggu á því svæði sem norrænir menn fóru um. Gerð verður grein fyrir fornleifum sem benda til samskipta aðkomumanna og heimamanna og hvers eðlis þau kunna að hafa verið. Fyrirlesturinn er í boði Víkingaheima, Minjasafns Reykjavíkur og bandaríska sendiráðsins í Reykjavík. Allir velkomnir.
Norskur peningur frá 11. öld fundinn á Nýja Englandi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.