27.4.2010 | 15:39
Ráðstefna um björgunar- og framkvæmdatengdar fornleifarannsóknir
Þann 8. maí nk. gengst Félag íslenskra fornleifafræðinga fyrir ráðstefnu um björgunar- og framkvæmdatengda uppgrefti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við safnið og Fornleifavernd ríkisins.
Björgunaruppgreftir eru orðnir stór hluti þeirra verkefna sem fornleifafræðingar fást við. Þar eru forsendur hins vegar allt aðrar en við rannsóknaruppgrefti þar sem fræðimenn velja sér uppgraftarstaði eftir rannsóknaráhuga. Fjallað verður um helstu niðurstöður slíkra uppgrafta frá síðustu árum (2007-2009) en þó er markmiðið fyrst og fremst að skapa umræðu um björgunaruppgrefti, framkvæmd þeirra, umgjörð, rannsóknaspurningar og ekki síst hvað verður um upplýsingarnar sem safnast. Ráðstefnan er öllum opin.
Dagskrá
13:00 Þór Hjaltalín: Björgunarrannsóknir og þjónusturannsóknir. Hugleiðing um stjórnsýsluna.
13.20 Margrét Hallmundsdóttir: Uppgröftur vegna framkvæmda við Þingvallakirkju
13:40 Lilja Björk Pálsdóttir: Fornt býli í Kelduhverfi. Framkvæmdarannsókn
14:00 Guðný Zöega: Fornleifakannanir vegna vegaframkvæmda í Hamarsfirði og Svarfaðardal.
14:20 Ragnheiður Traustadóttir: Kolkuós
14:40 15:00 KAFFI
15:00 Oscar Aldred: Excavation, urban development and its dirty little secrets: an archaeology of Reykjavíks waterfront
15:20 Vala Garðarsdóttir: Björgunaruppgröftur á Alþingisreitnum; upphaf og framvinda.
15:40 Oddgeir Hansson: Vaktaralóðin og ýmsar smærri athuganir í miðbæ Reykjavíkur.
16:00 Gavin Lucas: Personal reflections on contract archaeology
16:20 16:45 Umræður og ráðstefnulok
Um kvöldið verður óformleg samkoma á efri hæð Priksins, Bankastræti 12. Tilboð verður á barnum og eru ráðstefnugestir eindregið hvattir til að koma og ræða málin yfir glasi.
Stjórn Félags íslenskra fornleifafræðinga
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.