13.4.2010 | 15:59
Fardagablót FFÍ
Fardagablót Fornleifafræðingafélags Íslands 2010 verður haldið með pompi og prakt á seinasta degi vetrar, þann 21. apríl næstkomandi. Ráðgert er að hittast á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, stundvíslega kl. 19.00.
Þar mun gleðin hefjast með fordrykk en klukkan 20:00 mun gleðin færast yfir á veitingastaðinn Pisa við Lækjargötu (heimasíða og matseðill staðarins er að neðan).
Þess ber að geta að nú sem áður mun FFÍ ekki standa straum af kostnaði í sambandi við fardagablótið, því er því beint til félagsmanna að koma með sitt eigið söngvatn. Þeir sem hafa ekki þegar boðað komu sína eru vinsamlegast beðnir um að gera það með því að senda okkur tölvupóst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.
Matseðil má finna á: http://www.pisa.is/
Með kveðju, Stjórnin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.