Hádegisspjall miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13 í Sjóminjasafninu

Fyrsta hádegisspjall vetrarins verður 17. febrúar næstkomandi á Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, klukkan 13:00. Efni spjallfundarins verður: "Framtíðarhorfur í fornleifafræði" en fyrirséð er að fjármagn til fornleifarannsókna muni dragast saman á næstu misserum sem og eftirspurn eftir þjónustuverkefnum.

Ráðgert er að hafa þessa spjallfundi með reglulegu millibili fram eftir vori en allar ábendingar með áhugaverð og þörf málefni eru vel þegnar. Við munum einnig stefna á að gera Víkina að okkar fasta stað en safnið er tilbúið að bjóða okkur gott tilboð á kaffi í staðinn, það kemur þó betur í ljós síðar.

Við í stjórninni viljum einnig nota tækifærið og hvetja nema í fornleifafræði til að mæta, sýna sig og sjá aðra.

Með kveðju,
Stjórnin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband