13.4.2010 | 15:59
Fardagablót FFÍ
Fardagablót Fornleifafræðingafélags Íslands 2010 verður haldið með pompi og prakt á seinasta degi vetrar, þann 21. apríl næstkomandi. Ráðgert er að hittast á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, stundvíslega kl. 19.00.
Þar mun gleðin hefjast með fordrykk en klukkan 20:00 mun gleðin færast yfir á veitingastaðinn Pisa við Lækjargötu (heimasíða og matseðill staðarins er að neðan).
Þess ber að geta að nú sem áður mun FFÍ ekki standa straum af kostnaði í sambandi við fardagablótið, því er því beint til félagsmanna að koma með sitt eigið söngvatn. Þeir sem hafa ekki þegar boðað komu sína eru vinsamlegast beðnir um að gera það með því að senda okkur tölvupóst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.
Matseðil má finna á: http://www.pisa.is/
Með kveðju, Stjórnin.
13.4.2010 | 09:09
SAMGÖNGUR OG LANDVARNIR 1500–1900
Félag um átjándu aldar fræði
heldur málþing undir yfirskriftinni
Samgöngur og landvarnir 15001900
laugardaginn 17. apríl 2010.
Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð.
Það hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.
Flutt verða fimm erindi sem hér segir:
Sprengisandsleiðin forna, einkum á átjándu öld
Björn Teitsson, sagnfræðingur
Ferðir um Kjöl á átjándu og nítjándu öld
Eiríkur Þormóðsson, handritavörður
Fornar leiðir frá Skriðuklaustri
Steinunn Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn
KAFFIHLÉ
Samgöngur í Húnaþingi á átjándu og nítjándu öld
Jón Torfason, skjalavörður
Sýnilegar og ósýnilegar varnir Íslands á átjándu öld
Halldór Baldursson, læknir
Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, list- og sagnfræðingur.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Útdrættir úr erindum liggja fyrir á málþinginu.
Þeir verða síðar aðgengilegir á vefsíðu Félags um átjándu aldar fræði, www.fraedi.is/18.oldin
Í hléi býður félagið málþingsgestum kaffiveitingar fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.
7.4.2010 | 16:26
Úthlutun úr fornleifasjóði
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 12:32
Fiskveiðimenning á Íslandi
Með tilkomu gagnasafnsins er ætlað að auðvelda aðgengi að upplýsingum og kynningu á einum dýrmætasta þætti íslenskrar menningararfleifðar í nútíð sem fortíð. Síðustu mánuði höfum við m.a. unnið að því að safan efni í safnið á www.fishernet.is og er þar nú að finna vísi að þvi er koma skal. Þar sem sagnfræðingar eru einn helsti heimildabrunnur okkar langar okkur nú að vita hvort þið eigið efni sem þið viljið senda okkar eða getið vísað okkur á.
Innan tíðar verður þessi vefur opnaður formlega og stefnum við að því að því koma sem mestu efni inn á hann fyrir þann tíma. Á www.fishernet.is er að finna meira efni um verkefnið. Allar athugasemdir og ábendingar vel þegnar.
Með kveðjum góðum og von um gott samstarf,
Sigurbjörg Árnadóttir
verkefnisstjóri
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri
s. 460 8988 s. 6951266
sibba@unak.is sibbaa@internet.is
www.svs.is www.fishernet.is
www.vitafelagid.com www.sailhusavik.is
25.1.2010 | 16:58
Hádegisspjall miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13 í Sjóminjasafninu
Ráðgert er að hafa þessa spjallfundi með reglulegu millibili fram eftir vori en allar ábendingar með áhugaverð og þörf málefni eru vel þegnar. Við munum einnig stefna á að gera Víkina að okkar fasta stað en safnið er tilbúið að bjóða okkur gott tilboð á kaffi í staðinn, það kemur þó betur í ljós síðar.
Við í stjórninni viljum einnig nota tækifærið og hvetja nema í fornleifafræði til að mæta, sýna sig og sjá aðra.
Með kveðju,
Stjórnin.
21.1.2010 | 11:12
Ráðstefna um notkun loftmyndatækni og fjarkönnunar við skráningu fornleifa 25.-27. mars 2010
Auglýsing frá Fornleifavernd ríkisins
Í lok mars standa samtök evrópskra stjórnsýslustofnana fornleifamála ( EAC- Europae Archaeologiae Councilium, heimasíða: http://e-a-c.org/ ) fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um notkun loftmyndatækni og fjarkönnunar við skráningu fornleifa. Á ráðstefnunni halda erindi margir helstu sérfræðingar á þessu sviði í Evrópu.
Þátttaka er ókeypis, en það er óskað eftir að þið tilkynnið þátttöku fyrir 10. mars á netfangið: gunnar@fornleifavernd.is
20.1.2010 | 16:23
Umsóknarfrestur í Fornleifasjóð til 15. febrúar 2010
Auglýsing frá fornleifasjóði
Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010. Á fjárlögum 2010 eru 19,1 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef mennta-og menningarmálaráðuneytis, menntamalaraduneyti.is.
Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á vef Menningar- og menntamálaráðuneytisins hér.
12.1.2010 | 14:24
Vísindaferð FFÍ og Fornleifafræðistofunnar
Vísindaferðin verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10 og hefst kl. 19.30.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!
Kveðja,
Stjórn FFÍ
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 12:41
Ný stjórn FFÍ
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:02
Fardagablót FFÍ 2009
Gott fólk. Jæja, nú er komið að því, loksins. Það sem allir hafa beðið eftir með endurnar í hálsinum, Fardagablót Fornleifafræðingafélags Íslands 2009. Eins og í öll þau skipti sem gleðskapur þessi hefur verið haldinn mun hann fara fram seinasta dag vetrar, þann 22. apríl næstkomandi. Ráðgert er að hittast á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, stundvíslega kl. 19.00.
Þar verður tekinn fordrykkur og línan löggð fyrir kvöldið. Spjall: Leyfilegt. Skjall: Litið hornauga.
Svo röltum við um 20:01 niður í bæ og snæðum í dásemdarhöll bragðlaukanna, veitingastaðnum Basil & Lime (heimasíða og matseðill staðarins að neðan). Veitingastaðurinn er í hávegum hafður hjá nautnaseggjum borgarinnar fyrir bragðgóðan mat og afar vandaða þjónustu.
Spjall: Hvatt til. Skjall: Ekki hvatt til þess, en þeir sem geta eigi notið matar án þess eru beðnir að halda því í algeru lágmarki, helst útaf fyrir sig.
Eftir matinn er ráðgert að rölta aftur á Fornleifafræðistofuna, í sama húsi og fyrr um kvöldið, kveðja veturinn og taka á móti sumrinu með stæl.
Spjall: Óspart. Skjall: Endilega. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta á Fardagablót ársins. Líklegt þykir að dagurinn muni enda í sögubókum þjóðarinnar, að minnsta kosti á fésskruddum félagsmanna.
Þess ber að geta að FFÍ stendur ekki straum að kostnaði í sambandi við fardagablótið, það gera félagsmenn sjálfir. Því eru félagsmönnum treyst að koma með sínar veigar sjálfir. Þeir félagar sem hyggjast fara á Basil og Lime eru beðnir að skrá sig eigi síðar en kl 17.00 þriðjudaginn 21. apríl, með því að senda póst á fornleifafraedingafelagid@gmail.com.
VARIST EFTIRLÍKINGAR!!
Nefndin.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)