Forvörður - Þjóðminjasafn Íslands

Forvörður - Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201111/006

3/11/2011

Þjóðminjasafn Íslands

 

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða forvörð með sérhæfingu í fornleifaforvörslu.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 6 mánaða frá ársbyrjun 2012.

Starfslýsing
Starfið felst í forvörslu gripa sem koma upp við fornleifarannsóknir. Um er að ræða styrkjandi forvörslu forngripa og fornleifa úr lífrænum og ólífrænum efnum og merkingar þeirra. Auk þess tekur forvörður þátt í verkefnum í fyrirbyggjandi forvörslu (pökkun, frágangur gripa í geymslum, eftirlit með umhverfi o.fl.), undirbúningsvinnu vegna sýninga, gerð fræðsluefnis um forvörslu o.þ.h..

Menntun og reynsla
Auglýst er eftir forverði með menntun, þjálfun og reynslu í forvörslu forngripa og annarra safngripa
(kulturhistorisk konserveringstekniker/object conservator) með M.Sc. eða B.Sc. próf í forvörslu.

Launakjör
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Næsti yfirmaður
Næsti yfirmaður er sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs en fagstjóri forvörslu hefur umsjón með verkefnum forvarða.

Umsóknafrestur
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2011. Skulu umsóknir með ferilskrá, afritum prófskírteina og meðmælum eða upplýsingum um meðmælendur berast skrifstofu safnsins að Suðurgötu 43, 101 Rvk, merkt “forvarsla”.  Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar veita Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs
(anna.lisa@thjodminjasafn.is), s. 5302200.

Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda- og
þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband