Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Eftirmiðdagsspjall föstudaginn 29. febrúar

Næsta spjall FFÍ verður næstkomandi föstudag, þann 29.2. kl. 17:15, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Umræðuefnið að þessu sinni eru þýðingar á erlendum hugtökum yfir á íslensku. Borið hefur á því að notaðar séu mismunandi þýðingar á sama hugtakinu bæði innan fornleifafræðinnar sem og innan annarra fræðigreina. Mikilvægt er að sátt komist á um þýðingar svo hefð fyrir notkun þeirra myndist.

Þau hugtök sem fjallað verður um eru m.a.:
Postprocessualism
Agent
Agency
Identity
Materiality

Endilega hugsið málið og látið ykkur detta í hug góðar íslenskar þýðingar á þeim. Einnig ef það eru önnur hugtök sem ykkur finnst vanta þýðingu á, þá má gjarnan bera þau upp á spjallinu.
Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verði áhugaverðar umræður.

Kveðja,
Stjórn FFÍ

P.S. Athugið breyttan tíma!


Söfnun gripa úr fornleifauppgröftum, 21. febrúar 2008, kl. 20:00

Fornleifafræðingafélag Íslands og Félag íslenskra fornleifafræðinga bjóða alla hjartanlega velkomna á sameiginlegan umræðufund um söfnun gripa úr fornleifauppgröftum.

Á síðustu árum hafa farið fram stórar og smáar rannsóknir þar sem fjöldi gripa hefur verið mjög mikill. Í þessu sambandi hafa vaknað margar spurningar um hverju sé safnað og hvort það eigi að safna öllu og hver taki ákvörðun um það. Þau Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, Lilja Árnadóttir, fagstjóri munadeildar Þjóðminjasafns Íslands, Gavin Lucas, lektor við Háskóla Íslands, og Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur, Ármann Guðmundson, fornleifafræðingur, munu halda stutt erindi. Að því loknu verða vonandi líflegar umræðum um efni  kvöldsins.

 Umræðufundurinn verður haldinn í kjallara Fornleifaverndar ríkisins fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 20:00.

Fornleifafræðingafélögin munu bjóða upp á léttar veitingar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband