Rannsóknarstaða dr. Kristjáns Eldjárns - Þjóðminjasafn Íslands

Rannsóknarstaða dr. Kristjáns Eldjárns - Þjóðminjasafn Íslands - Reykjavík - 201110/066

27/10/2011

Þjóðminjasafn Íslands

 

Við Þjóðminjasafn Íslands er sérstök rannsóknarstaða til rannsókna á sviði þjóðminjavörslu, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands.

Staðan er auglýst til eins árs og er ætluð fræðimönnum sem sinna rannsóknum á íslenskum þjóðminjum eða öðrum þáttum íslenskrar menningarsögu sem falla undir starfssvið Þjóðminjasafns Íslands. Rannsóknaverkefnum sem unnið er að í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns er ætlað að efla rannsóknastarfsemi Þjóðminjasafns Íslands almennt. Við ráðningu í stöðuna er m.a. tekið mið af rannsóknastefnu Þjóðminjasafnsins og kemur til greina að tengja sjálfstæða rannsókn við stór rannsóknaverkefni sem þegar er unnið að innan safnsins.

Fræðimaður skal senda inn umsókn, þar sem verkefnið er vandlega skilgreint og hvernig það verði til að efla menningarsögulegar rannsóknir. Verkefnið skal skilgreint sem eins árs verkefni. Umsókn skal fylgja greinargerð um menntun og reynslu af fræðistörfum.

Verkefni, eins og það er afmarkað, lýkur með formlegum verklokum að rannsóknartíma liðnum. Stefnt skal að því að niðurstöður rannsókna verði birtar á viðurkenndum fræðilegum vettvangi en auk þess skulu þær kynntar með fyrirlestri, sýningu eða öðrum hætti innan Þjóðminjasafns Íslands.

Fræðimaður sem gegnir rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns hefur aðstöðu hjá og starfar innan rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafnsins. Fræðimaður skal leggja sitt af mörkum til að efla rannsóknarstarf safnsins og taka þátt í að veita nýjum straumum inn í fræðilega umræðu.

Í reglugerð nr. 896/2006 segir: "Við Þjóðminjasafn Íslands skal vera sérstök rannsóknarstaða, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Staðan er ætluð fræðimönnum, er sinna rannsóknum á sviði íslenskrar menningarsögu sem fellur undir starfssvið Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjavörður ræður í stöðuna til allt að tveggja ára. Þjóðminjavörður ákvarðar um launakjör fræðimannsins, innan marka kjarasamninga og fjárheimilda. Fræðimaður skilar áfanga- eða rannsóknarskýrslum árlega. Skal stefnt að því, að niðurstöður rannsókna hans meðan hann gegndi stöðunni birtist á viðurkenndum vísindalegum vettvangi að ráðningartíma loknum. Skulu þær rannsóknarniðurstöður jafnframt varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands, eins þótt óbirtar séu."

Umsókn með verkefnislýsingu og ferilskrá sendist Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík, fyrir 21.nóvember 2011. 

Upplýsingar eru veittar í síma 530 2200, eða í tölvupósti hjá Önnu Lísu Rúnarsdóttur sviðstjóra rannsókna- og varðveislusviðs (anna.lisa@thjodminjasafn.is) eða Önnu G. Ásgeirsdóttur sviðstjóra fjármála- og þjónustusviðs (anna@thjodminjasafn.is).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband