Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Fyrirlestur Dr. Cornelius Holtorf

Á næstu vikum mun koma hingað til lands fornleifafræðingurinn dr. Cornelius Holtorf við Linnæus University í Kalmar. Meðal verka hans eru:

    Holtorf, C. (2005). From Stonehenge to Las Vegas. Archaeology as Popular Culture. Lanham, Altamira Press.

    Holtorf, C. (2007). Archaeology is a Brand! The Meaning of Archaeology in Contemporary Popular Culture. Oxford / Walnut Creek, California, Archaeopress / Left Coast Press.

    Holtorf, C., Piccini, A. (2009). Contemporary Archaeologies: Excavating Now. Frankfurt/M., Peter Lang.

Af þessu tilefni hafa félög fornleifafræðinga á Íslandi FFÍ og FÍF fengið Cornelius til að halda stuttan fyrirlestur fyrir félagsmenn. Fyrirlesturinn mun bera heitið: "Towards an archaeology of heritage" og mun hann fara fram í kjallara Fornleifaverndar ríkisins 3. nóvember n.k. og byrja klukkan 19:00. Útdráttur úr fyrirlestrinum verður birtur síðar.

Vonumst til að sjá sem flesta!


'The Saga-Steads of Iceland' Project

Strengleikar - Miðaldastofa Hugvísindastofnunar

 

Emily Lethbridge

 

flytur

 

'The Saga-Steads of Iceland' Project

 

 

í Árnagarði 423 á morgun, fimmtudaginn 20. október, kl. 16:30

 

 

 

Í fyrirlestrinum fjallar Lethbridge um árlanga rannsóknarferð sína um landið þar sem hún les Íslendingasögur hverja af annarri á söguslóð. Í bakgrunni standa sagnaferðir manna á nítjándu öld og fyrri hluta þeirra tuttugustu, „pílagríma“ á borð við William Gershom Collingwood og William Morris. Rannsóknin snýr ekki síst að vitnisburði héraðsmanna um staðhætti og örnefni sagnanna, söguvitund þeirra, munnlega sagnahefð og hlutskipti sagnanna í nútímamenningu. Hægt er að fylgjast með framgangi rannsóknarinnar á slóðinni http://sagasteads.blogspot.com.

 
Emily Lethbridge er fræðafélagi við deild engilsaxneskra, norrænna og keltneskra fræða við Kamsbrú, þaðan sem hún lauk doktorsprófi 2008.
 
[Léttar veigar á kostnaðarverði að fyrirlestri loknum og umræður.]


Beholding the Speckled Salmon: Folk Liturgies in the Sacred Landscapes of Ireland's Holy Wells

Föstudaginn 14. október n.k. kl. 16,00 mun Celeste Ray, prófessor í mannfræði við University of the South, flytja erindi í stofu 206 í Odda.
Erindið er haldið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðfræðingafélagsins.


Nánari lýsing:

A lecture by Celeste Ray, Professor of Anthropology, University of he South, USA, will take place on Friday at 4 PM in room 206 in Oddi n:

Beholding the Speckled Salmon: Folk Liturgies in the Sacred Landscapes of Ireland's Holy Wells

Holy wells are springs or other water sources that are foci for spiritual devotion, and as the archaeological record indicates, have remained such for millennia though the religious beliefs celebrated wellside have come and gone. Agricultural reforms, and the lately-deceased economic boom in Ireland, led to the destruction of many wells. Others remain sites of daily Catholic devotions and of annual “patterns,” or Patron days, affirming community identities and honoring locally- or regionally-venerated saints (many of whom are of dubious origin). Known for healing properties, a well’s association with specific ailments attracts particular pilgrims who perform syncretic folk-liturgies in a clockwise circuit and often deposit votive offerings at the site. If devotees see a salmon, an eel, or a trout in the well after prayers, their request is sure to be granted.
However, the increasing presence of international spiritual tourists and neopagans, and their introduction of new types of wellside rituals, contests the sacrality and community ownership of these numinous landscapes. For Irish families who have ritually-maintained particular wells for generations, landscape, liturgy and identity are all mutually-constitutive. These family stewards worry that "inappropriate" visitation and rituals may cause wells to lose their thaumaturgical power or become dangerous places. While most wells are blessed, some retain “cursing stones,” and may have such negative associations that locals avoid the site and hesitate saying its name.
Anthropologist Keith Basso has written about Apache place names serving as “mnemonic pegs” for right living. Likewise the Irish Dinnshenchas (the body of lore about places) “stalks” the Irish with
stories. This paper considers the sociospatial dialectic of these sacred places.


Hugmynda- og skipulagsfundur í þverfræðilegu rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu

Hugmynda- og skipulagsfundur í þverfræðilegu rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu sbr. kynningu að neðan.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. okt. n.k.  kl. 16 í stofu A 231. Áætlað er að ljúka fundi ekki síðar en kl. 17: 30.

Kynning:

Árið 2017 verður þess minnst með ýmsum hætti að 500 ár verða liðin frá upphafi lúthersku siðaskiptanna en þau hafa sett mark sitt ekki aðeins á trúar- og kirkjulíf í Evrópu og víðar um heim heldur jafnframt menningu, samfélag og jafnvel stjórnmál.

Í tilefni af þessum tímamótum hvetur Guðfræðistofnun HÍ til fjölþættra rannsókna á siðaskiptunum og afleiðingum þeirra til lengri eða skemmri tíma á sem flestum sviðum. Er hér átt við rannsóknir á vettvangi guðfræði, sagnfræði, félagsfræði og raunar sem flestum sviðum hug- og félagsvísinda, sem og þverfræðilegar rannsóknir af ýmsum toga. Mun stofnunin leitast við að koma á víðtæku samstarfi þeirra sem áhuga hafa á, gangast fyrir málþingum, málstofum og semínörum, sem og stuðla að útgáfu efnis m.a. í Ritröð Guðfræðistofnunar.

Á komandi vetri mun stofnunin gangast fyrir fundi í þeim tilgangi að kortleggja þær rannsóknir sem þegar eru hafnar af þessu tilefni, varpa fram hugmyndum að nýjum verkefnum og kanna áhuga fyrir frekara samstarfi.

Stjórn Guðfræðistofnunar HÍ   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband