Eftirmiðdagsspjall föstudaginn 29. febrúar

Næsta spjall FFÍ verður næstkomandi föstudag, þann 29.2. kl. 17:15, á kaffihúsinu Babalú á Skólavörðustíg. Umræðuefnið að þessu sinni eru þýðingar á erlendum hugtökum yfir á íslensku. Borið hefur á því að notaðar séu mismunandi þýðingar á sama hugtakinu bæði innan fornleifafræðinnar sem og innan annarra fræðigreina. Mikilvægt er að sátt komist á um þýðingar svo hefð fyrir notkun þeirra myndist.

Þau hugtök sem fjallað verður um eru m.a.:
Postprocessualism
Agent
Agency
Identity
Materiality

Endilega hugsið málið og látið ykkur detta í hug góðar íslenskar þýðingar á þeim. Einnig ef það eru önnur hugtök sem ykkur finnst vanta þýðingu á, þá má gjarnan bera þau upp á spjallinu.
Við í stjórn FFÍ vonumst til að sjá sem flesta þannig að úr því verði áhugaverðar umræður.

Kveðja,
Stjórn FFÍ

P.S. Athugið breyttan tíma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband