Evrópsk klausturhefð og Skriðuklaustur

Fimmtudaginn 16. september kl. 17:15 halda Dr. Steinunn J. Kristjánsdóttir og Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir fyrirlestur um evrópska klausturhefð og Skriðuklaustur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 Stiklað verður á stóru um uppruna klausturhefðar í Evrópu og þróun hennar. Minnst verður á stöðu kirkunnar og mikilvægi í ríki Karlamagnúsar. Horft verður til stofnunar erkibiskups-stólsins í Niðarósi og regluverks þess, sem skaut fjárhagslegum stoðum undir kirkjulegar stofnanir, í samfélagi þar sem eignir voru frá fornu fari í umsjá ætta og  strangar reglur ríktu um erfðir. Þá verður minnst stofnun klaustra á Íslandi og siðbót Gregors VII., sem hleypti nýjum þrótti í klaustur og kirkju. Uppgröfturinn á Skriðu varpar nýju og skýrara ljósi á hinn félaglega þátt í starfsemi klaustra á Íslandi,og hlýtur það að kalla á endurmat á hlutverki kirkjunnar á miðöldum. Framvinda og niðurstöður fornleifagraftarins á Skriðu verða rakin í máli og myndum.

Fyrirlesarar: Dr. Steinunn J. Kristjánsdóttir og Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir
Allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband