Menningarminjadagur Evrópu sunnudaginn 5. september 2010

Dagskrá

Þema dagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. Eftirfarandi viðburðir verða í boði Fornleifaverndar ríkisins þann dag:

Suðurland

   Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands leiðir gesti um Reynisfjöru og nágrenni með dagskrá sem nefnist Um að ýta og lenda í brimsjó fyrir söndum. Þar mun Uggi fjalla um útræði í Reynisfjöru auk þess sem skoðaður verður Bæjarhellir (einnig nefndur Baðstofuhellir) en hann tengist sögu síra Jóns Steingrímssonar eldklerks. Mæting er við bílastæðið við Reynisfjöru kl. 14:00.

Reykjanes

   Starfsmenn Fornleifaverndar þeir Kristinn Magnússon og Gunnar Bollason munu leiðsegja gestum um hinar fornu verbúðir á Selatöngum, austan Grindavíkur. Mæting er við bílastæðið kl. 13:30.

Vesturland

  Magnús A. Sigurðsson minjavörður Vesturlands heldur kl. 14:00 fyrirlestur í Ráðhúsinu í Stykkishólmi sem hann nefnir Neðansjávarfornleifafræði og strandminjar. Hvað má búast við að finna við Ísland?

Vestfirðir

   Dr. Ragnar Edvardsson minjavörður Vestfjarða kynnir gestum Strákatanga við Hveravík í Steingrímsfirði (rétt sunnan við Drangsnes). Á Strákatanga var á 17. öld hvalveiðistöð Baska en þar hafa einnig fundist fjögur kuml frá landnámsöld. Ragnar verður á staðnum frá klukkan 11:00 og fram eftir degi.

Norðurland vestra

   Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra kynnir gamla verslunarstaðinn Grafarós, sunnan við Hofsós. Mæting er við upplýsingaskiltið um Grafarós kl. 14:00.
   
Norðurland eystra

   Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra mun leiða gesti um hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð kl. 14:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband