Fyrirlestraröð FFÍ og FÍF Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði

Fimmtudaginn 2. febrúar hefst ný fyrirlestraröð FFÍ og FÍF 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina:

Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði


Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum - eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn
flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.

Félagsmenn, nemendur og áhugamenn um fornleifafræði eru hvattir til að mæta.

Fimmtudaginn 2. febrúar (upphaflega 26. janúar en varð að fresta vegna veðurs)

Margrét Hallmundsdóttir - Hvað var kotið í Koti?: Hugleiðingar um notkun á íveruhúsi í landi Kots á Rangárvöllum
Ragnheiður Traustadóttir – Seljabúskapur í Urriðakoti

Fimmtudagurinn 9. febrúar
Albína Hulda Pálsdóttir – Hvað segir vettvangsskráning okkur um seljarústir?
Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag - Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi

Miðvikudagurinn 22. febrúar
Guðrún Sveinbjarnadóttir - Seljalönd Reykholts
Egill Erlendsson – Seljalönd Reykholts

Miðvikudagur 28. mars:
Bjarni F. Einarsson - Vogur í Höfnum: Landnámsbýli eða veiðistöð?
Kristján Mímisson - Efnismenning jaðarbyggða

Miðvikudagurinn 25. apríl
Stefán Ólafsson - Býli eða sel?: Um rústaþyrpingar í Kelduhverfi
Orri Vésteinsson - Sagan um Selkollu: Hættur úthagans í íslenskri fornleifafræði
Lokaumræða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband