Vísindaferð Fornleifafræðingafélags Íslands og Fornleifafræðistofunnar

Árleg vísindaferð Fornleifafræðistofunnar og Fornleifafræðingafélags Íslands verður haldin á Fornleifafræðistofunni, Ægisgötu 10, föstudaginn 27. janúar kl. 19 og stendur fram eftir nóttu.
Áfengar veigar og snakk verða í boði á meðan endist.


Fornleifafræðiþátturinn "Grafið eftir gersemum" eftir Sólrúnu Ingu Traustadóttur verður sýndur og hefst sýningin milli kl. 19.30 og 20. Fleiri skemmtileg skemmtiatriði verða einnig síðar um kvöldið.


Þroskaðari fornleifafræðingar eru velkomnir en eru hvattir til að mæta eftir kl. 19.30.
Kuml sér um skráningu þeirra nemenda sem hyggjast mæta.

 

Allir velkomnir,


Ármann Guðmundsson formaður Fornleifafræðingafélags Íslands

Bjarni F. Einarsson Fornleifafræðistofunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband